Innlent

Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Settur ríkissaksóknari verður kynntur á næstu dögum.
Settur ríkissaksóknari verður kynntur á næstu dögum. Vísir / Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur sem í gær lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins vegna fjölskyldutengsla.

Þessi aðili verður kynntur á allra næstu dögum, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Hann segir að það hafi gengið erfiðlega að finna lögfræðing sem er hæfur en hefur engin tengsl við málið.

Sigríður lýsti sig vanhæfa í bréfi til Sigmundar í gærkvöldi vegna tengsla sinna við Örn Höskuldsson, einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Örn er kvæntur móðursystur Sigríðar. 

Í bréfinu sagðist hún þó sjálf treysta sér til að fjalla um endurupptökubeiðnir á hlutlægan hátt. Hún væri hinsvegar vanhæf þar sem almenningur og þeir sem hlut eiga að máli þyrftu að geta treyst því. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×