Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 18:05 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira