Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 17:28 Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga. Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga.
Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30