Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 16:09 Frá Seyðisfirði. VÍSIR/EINAR BRAGI/ANTON „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09