Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 14:06 Rasmus Christiansen var gerður að fyrirliða ÍBV. vísir/vilhelm Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira