Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. október 2014 10:46 vísir/egill aðalsteinsson Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands. Bárðarbunga Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
Bárðarbunga Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira