Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2014 18:22 Eimskip furða sig á fréttaflutningi RÚV þar sem miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum. Vísir/GVA Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira