Bjarni spyr hvort 375 krónur fyrir máltíð sé sanngjarnt og raunsætt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2014 16:26 Bjarni segir allar fjölskyldur njóta góðs af virðisaukaskattsbreytinganna og niðurfellingu vörugjalda. Vísir / GVA Hver máltíð kostar 375 krónur á einstakling í fjögurra manna fjölskyldu sem borðar þrjár máltíðir á dag sé tekið mið af neyslurannsókn Hagstofunnar. „Er þetta hæfilegt? Sanngjarnt? Raunsætt?“ spyr Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Facebook síðu sinni þar sem hann gagnrýnir það sem hann kallar „reikningskúnstir“. Bjarni gagnrýnir umræðu síðustu daga og nefnir sérstaklega verslunina Nettó, flokkssystur sína Bryndísi Loftsdóttur, Gylfa Magnússon, fyrrverandi ráðherra, og Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, sem öll hafa gert útreikninga á borð við þessa að umtalsefni. Fréttablaðið sagði frá neysluviðmiðunum sem lesa má úr frumvarpinu í byrjun vikunnar. Bjarni vill þó meina að það sé ekki aðalatriðið hvað máltíðin kosti; fjölskyldan mun njóta góðs af heildaráhrifum virðisaukaskattsbreytinganna og niðurfellinga vörugjalda. „Ráðstöfunartekjur hækka, heildarútgjöld lækka,“ fullyrðir hann. Þá biður hann fólk um að taka umræðuna á hærra plan. „Fyrir alla muni - tökum nú umræðuna upp á hærra plan. Afleggjum vörugjöldin. Fækkum undanþágum í vsk og drögum úr gjánni milli þrepanna,“ segir hann og bætir við: „Göngum svo í enn frekari skattalækkanir með breytingum á tekjuskatti í framhaldinu. Til hagsbóta fyrir heimilin.“Uppfært klukkan 19.47 eftir athugasemdir Bjarna Benediktssonar um að ekki væri skýrt að hann væri að gagnrýna þá aðila sem reiknað hafa út meðalverð máltíða eftir forsendum í frumvarpinu og neyslurannsókn Hagstofunnar. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Hver máltíð kostar 375 krónur á einstakling í fjögurra manna fjölskyldu sem borðar þrjár máltíðir á dag sé tekið mið af neyslurannsókn Hagstofunnar. „Er þetta hæfilegt? Sanngjarnt? Raunsætt?“ spyr Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Facebook síðu sinni þar sem hann gagnrýnir það sem hann kallar „reikningskúnstir“. Bjarni gagnrýnir umræðu síðustu daga og nefnir sérstaklega verslunina Nettó, flokkssystur sína Bryndísi Loftsdóttur, Gylfa Magnússon, fyrrverandi ráðherra, og Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, sem öll hafa gert útreikninga á borð við þessa að umtalsefni. Fréttablaðið sagði frá neysluviðmiðunum sem lesa má úr frumvarpinu í byrjun vikunnar. Bjarni vill þó meina að það sé ekki aðalatriðið hvað máltíðin kosti; fjölskyldan mun njóta góðs af heildaráhrifum virðisaukaskattsbreytinganna og niðurfellinga vörugjalda. „Ráðstöfunartekjur hækka, heildarútgjöld lækka,“ fullyrðir hann. Þá biður hann fólk um að taka umræðuna á hærra plan. „Fyrir alla muni - tökum nú umræðuna upp á hærra plan. Afleggjum vörugjöldin. Fækkum undanþágum í vsk og drögum úr gjánni milli þrepanna,“ segir hann og bætir við: „Göngum svo í enn frekari skattalækkanir með breytingum á tekjuskatti í framhaldinu. Til hagsbóta fyrir heimilin.“Uppfært klukkan 19.47 eftir athugasemdir Bjarna Benediktssonar um að ekki væri skýrt að hann væri að gagnrýna þá aðila sem reiknað hafa út meðalverð máltíða eftir forsendum í frumvarpinu og neyslurannsókn Hagstofunnar.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira