Innlent

Fór á slysstað á laugardaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sneri aftur á Alþingi í dag eftir fjarveru frá því í mars þegar Róbert lenti í alvarlegu vélsleðaslysi við Hlöðufell. Róbert ók sleða sínum fram af hengju og braut í sér sautján bein.

„Þetta var mjög tvísýnt, ég fór á slysstað á laugardag og skoðaði þetta. Það mátti ekki miklu muna að maður stæði ekki hér,“ sagði Róbert í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Róbert segist enn eiga smá í land en allt sé að koma. Hann sé meðal annars búinn að ganga Laugaveginn.

„Ég er farinn að hlaupa og æfa aftur. Þetta er bara verkefni sem maður glímir við. Maður passar sig að hreyfa sig á hverjum degi og leyfa líkamanum að jafna sig.“

Aðspurður um stóru málin segir Róbert stöðu mála hvað umhverfismál varði ekki góða. Þá bíði hann þess að sjá endurskoðuð lög um náttúruvernd. Stóra málið sé hins vegar fjárlög ríkisstjórnarinnar.

„Við erum að horfa á fjársvelti vegna ávörðunar um skuldaniðurfellingu.“


Tengdar fréttir

Róbert fékk batakveðjur af Alþingi

„Héðan frá Alþingi eru honum og fjölskyldu hans sendar kveðjur með ósk um góðan og skjótan bata,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, við setningu þingfundar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×