Viðskipti innlent

Lokað á Deildu.net

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikilvægur sigur fyrir STEF.
Mikilvægur sigur fyrir STEF.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu.

Þar kemur fram að lagt sé fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki geti veitt viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepiratebay.se, www. thepiratebay.sx og www.thepiratebay.org.

STEF hafði farið fram á lögbann fyrir ári síðan og því hafnaði sýslumaður. Nú hefur héraðsdómur kveðið upp þann úrskurð að rangt hafi verið að hafna þeirri beiðni.

STEF hefur einnig lagt fram lögbannskröfu gegn öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækjum líkt að TAL, 365 og Símanum og eru þau mál í ferli. Lögmaður STEF telur málið fordæmisgefandi og megi því búast við sömu niðurstöðu varðandi önnur fjarskiptafyrirtæki.

STEF krefst því að viðskiptavinir íslenskra fjarskiptafyrirtækja verði meinaður aðgangur að umræddum síðum.


Tengdar fréttir

Stefna fjarskiptafyrirtækjum

Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×