Innlent

Fyrrverandi þingmenn taka sæti á ný í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þau Björn og Álfheiður ættu að rata á göngum þinghússins.
Þau Björn og Álfheiður ættu að rata á göngum þinghússins. Vísir / GVA / Stefán
Tveir fyrrverandi þingmenn Vinstri grænna taka í dag sæti á Alþingi að nýju. Um er að ræða þau Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi ráðherra, og Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingflokksformaður. Þau leysa tímabundið af þau Svandísi Svavarsdóttur og Steinunni Þóru Árnadóttur.

Þar til viðbótar koma þau Óli Björn Kárason inn sem varamaður fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, inn sem varamaður fyrir Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×