Fótbolti

Van Persie stendur með Hiddink

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Persie var í strangri gæslu íslensku varnarmannanna í gær.
Van Persie var í strangri gæslu íslensku varnarmannanna í gær. Vísir/Vilhelm
Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum.

Ísland bar sigurorð af Hollandi í fyrsta sinn í gær og ljóst er að pressan minnkaði ekki á Hiddink við þau úrslit.

„Það er sárt að tapa hér,“ sagði van Persie eftir leikinn á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

„Guus er frábær þjálfari. Við róum allir í sömu átt og gerum allt sem við getum til að spila vel,“ sagði van Persie ennfremur, en hann, líkt og fleiri leikmenn hollenska liðsins, náði sér ekki á strik í gær.

Holland er í 3. sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland og Tékkland eru í tveimur efstu sætunum með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Hef fengið nokkur SMS

Segir að hollenska liðið hljóti að bera virðingu fyrir því íslenska fyrir leikinn í kvöld.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Bronsliði HM pakkað saman í kuldanum

Ísland vann eitt sitt stærsta afrek frá upphafi er liðið vann stórbrotinn 2-0 sigur á ógnarsterku liði Hollands á Laugardalsvelli í gær.

Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía

Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur.

Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því.

Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi

Lars og Heimir stilla upp sama liðinu þriðja leikinn í röð þegar Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Fullkomin byrjun og nú er bara að nýta það

Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei byrjað betur í undankeppni. Hannes Þór Halldórsson er ekki enn búinn að fá á sig mark og miðjumennirnir Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason blómstra í bakvarðarstöðunum. Næst á dagskrá er eitt besta lið heims, Holland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×