Fótbolti

Schwarzer: Leikmenn gætu dáið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Schwarzer í leik með Chelsea.
Schwarzer í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Mark Schwarzer, markvörður Chelsea og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Ástrala, segir að það gæti verið stórhættulegt að heimsmeistaramótið fari fram um hásumar í Katar árið 2022.

„Við spiluðum einu sinni í Oman í júní og það voru 43 gráður. Við verðum að forðast að það sé spilað þarna á þessum tíma yfir árið," sagði Schwarzer við Canberra tímaritið.

„Það er fáranlegt að spila fótbolta á þessum tíma í Katar. Það er ekkert til að ræða. Það gætu einn, tveir eða þrír leikmenn dáið."

„Það yrði harmleikur, en það væri eina sem gæti fengið FIFA til að bregðast við."

Schwarzer er nú þriðji markvörður hjá Chelsea, en bæði Petr Chech og Thibaut Courtois eru fyrir framan þennan 42 ára gamla markvörð í gogggunarröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×