Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, tilkynnti í gær að miðjumaðurinn Artūrs Zjuzins yrði ekki með liðinu gegn Íslandi í kvöld þar sem að hann væri veikur.
Zjuzins, sem er 23 ára leikmaður Baltika Kaliningrad í rússnesku B-deildinni, er með hálsbólgu og bætist þar með á langan lista Letta sem missa af leiknum í kvöld. Talsvert er um meiðsli í hópi Letta en Pahars vildi ekkert tjá sig um meiðslaáhyggjur liðsins á blaðamannafundinum í gær.
Allra helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann var valinn í upphaflegan landsliðshóp Pahars en þurfti að draga sig úr honum nokkrum dögum síðar þegar meiðsli sem hann hefur verið að glíma við í ökkla í langan tíma tóku sig upp.
Cauņa var á bekknum hjá CSKA Moskvu í tveimur leikjum í lok ágúst en hefur ekkert spilað síðan 22. september í fyrra. Alls tók hann aðeins þátt í fimm leikjum allt síðasta tímabil.
Enn kvarnast úr hópi Lettlands

Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag
Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.

Landsliðshópur Letta lemstraður
Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum.

Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið
Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel.

„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“
Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins.

Pahars: Engir brandarar á morgun
Marian Pahars er hrifinn af Lars Lagerbäck og árangri hans með íslenska landsliðið.