Innlent

Vill upplýsingar um hversu margir sýslumenn og lögreglumenn fái biðlaun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrirspurninni var beint til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Fyrirspurninni var beint til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Vísir / Daníel
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vill að upplýst verði hversu margir sýslumenn og lögreglumenn þiggi biðlaun vegna fækkunar starfa í kjördæminu og hversu margir þeirra fái ekki sambærilega vinnu og þeir voru í.

Hún hefur lagt fjórar mismunandi fyrirspurnir fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem snúa að þessu en tilefnið eru breytingar á lögum fyrr á árinu þar sem sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í níu og breytingar voru gerðar á lögregluembættum á landsbyggðinni.

Í fyrirspurnum hefur Bjarkey einnig óskað eftir upplýsingum um afstöðu ráðherra til þess hvort að þjónusta embættanna verði svipuð eftir breytingarnar og hún hefur verið fram að þeim. Þá spyr hún að því hvort að ráðherra telji þann tíma sem veittur var til undirbúnings breytinganna sé nægur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×