Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2014 08:38 Vísir/AFP Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2014 verða afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai. Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelnefndarinnar tilkynnti þetta í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. „Í fátækum löndum heimsins, þar sem 60 prósent íbúa eru undir 25 ára aldri. Er það forsenda friðsamlegrar þróunar að réttindi barna og ungs fólk sé virt. Sérstaklega á átakasvæðum, en ofbeldi gegn börnum leiðir til áframhaldandi átaka á milli kynslóða,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.Kailash Satyarhi hefur leitt fjölda friðsamlegra mótmæli gegn barnaþrælkun í Indlandi. Hann hefur einnig komið að þróun alþjóðlegra samninga um réttindi barna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala Yousafzay barist fyrir rétti stúlkna til að mennta sig í Pakistan. Með því hefur hún sýnt fram á að ungt fólk geti tekið þátt í baráttu fyrir auknum réttinum. Með hetjulegri baráttu sinni er hún orðin einn helsti talsmaður ungra kvenna sem vilja mennta sig. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Hér má sjá lista yfir alla þá sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, en 51 prósent þeirra eru fæddir í Evrópu. Verðlaunin hafa nú verið veitt 95 sinnum frá 1901 og tveimur verðlaunum hefur verið skipt á milli þriggja einstaklinga. Víetnaminn Le Duc Tho átti að fá friðarverðlaunin árið 1973 ásamt Bandaríkjamanninum Henry Kissinger. Hann neitaði þó að taka á móti verðlaununum. Hér má sjá fleiri staðreyndir um friðarverðlaun Nóbels. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira