Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 20:00 Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira