Erlent

Sjáðu myndbandið: Geimfarið Antares sprakk í loft upp

Bjarki Ármannsson skrifar
Blessunarlega er ekki talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni.
Blessunarlega er ekki talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni. Mynd/Skjáskot af Youtube
Bandaríska geimfarið Antares, sem flytja átti rúmlega tvö þúsund kíló af birgðum og varahlutum til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, sprakk í loft upp aðeins nokkrum sekúndum eftir að því var skotið á loft nú í kvöld. Geimfarið var mannlaust og ekki er talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni. Ljóst er hinsvegar að talsvert fjárhagslegt tjón hlýst af þessu óhappi.

Bandaríska geimrannsóknarstofnunin (NASA) sýndi beint frá geimskotinu og sáu því milljónir manna um heim allan sprenginguna í Virginia-ríki. Til stóð að skjóta Antares á loft í gærkvöldi, en því var frestað á síðustu stundu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×