Raunveruleikastjarnan Mama June, sem heitir réttu nafni Shannon, brýtur ekki lögin með því að vera í ástarsambandi með dæmda barnaníðingnum Mark McDaniel. Þetta kemur fram á fréttasíðunni TMZ.
Þátturinn Here Comes Honey Boo Boo, með Shannon í einu af aðalhlutverkunum, var tekinn af dagskrá á sjónvarpsstöðinni TLC í kjölfar fregna um að Shannon og Mark væru par.
Mark fékk tíu ára fangelsisdóm fyrir að misnota dóttur Shannons, Önnu, kynferðislega og var sleppt í mars á þessu ári.
Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Dekalb-sýslu í Bandaríkjunum má Mark vera í kringum Shannon og hennar fjölskyldu, alla nema Önnu. Hins vegar fylgjast barnaverndaryfirvöld grannt með heimilinu en geta ekki aðhafst nema öryggi barnanna sé ógnað.
Börnin ekki tekin af Mama June

Tengdar fréttir

Honey Boo Boo tekin af dagskrá
Mama June sögð vera í sambandi með kynferðisafbrotamanni.

Myndir af Mama June með kynferðisafbrotamanninum
Segist hafa hætt með honum fyrir tíu árum síðan.