Menning

Ítalska Vogue fjallar um verk Ólafs Elíassonar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ítalska Vogue fjallar um verk Ólafs Elíassonar og Minik Rosing, Ice Watch, á heimasíðu sinni en verkið samanstendur af hundrað tonnum af ís frá Grænlandi sem bráðnar á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.

„Fólkið í Kaupmannahöfn hefur getað upplifað og séð með sínum eigin augum hvað það þýðir ef jöklarnir hverfa,“ stendur meðal annars í grein Vogue.

Með verkinu vilja Ólafur og Minik vekja athygli á útgáfu viðbragðsskýrslu um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra en lokadrög skýrslunnar verða kynnt af Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, á föstudag. Eftir helgi verður skýrslan síðan birt.

Ice Watch hefur vakið mikla athygli og skrifaði tónlistarmaðurinn Peter Gabriel til að mynda Facebook-færslu um það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.