Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða 27. október 2014 14:01 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða um net. Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Sjá meira
Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00