Erlent

Leið eins og glæpamanni við komuna til Bandaríkjanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Newark-flugvelli.
Frá Newark-flugvelli. Vísir/Getty
Hjúkrunarfræðingur Kaci Hickox, gagnrýnir þá meðferð sem hún fékk þegar hún kom til Bandaríkjanna frá Vestur Afríku. Þar hjúkraði hún ebólusmituðum sjúklingum.

Hickox var sett í sóttkví á sjúkrahúsi New Jersey. Ríkisstjórar þar og New York hafa fyrirskipað að allir þeir sem komi til ríkjanna frá Vestur-Afríku, og hafi komist í snertingu við ebólusmitaða, skuli fara strax í einangrun í 21 dag.

Hickox lýsir upplifun sinni af því að koma til Bandaríkjanna í grein á Dallas News. Þar segir hún meðal annars að henni hafi liðið eins og glæpamanni við komuna til landsins auk þess sem hún upplifði mikið skipulagsleysi og ótta.

Í ljós hefur komið að hún er ekki smituð af ebólu en engu að síður verður Hickox í sóttkví næstu þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×