Viðskipti innlent

Lufthansa hættir ekki við Íslandsflug

Atli Ísleifsson skrifar
Lufthansa hyggst starfrækja flugleiðina frá 2. maí til 28. september á næsta ári.
Lufthansa hyggst starfrækja flugleiðina frá 2. maí til 28. september á næsta ári. Vísir/AFP
Þýska flugfélagið Lufthansa hyggst ekki hætta flugi til Íslands eins og áður hafði verið tilkynnt.

Félagið mun hefja flug milli Keflavíkur og Frankfurt og fer því í beina samkeppni við Icelandair sem hefur boðið upp á allt að tvær ferðir á dag síðustu ár. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá.

Í frétt Túrista segir að Lufthansa hafi flogið beint til Keflavíkur frá Berlín, Düsseldorf og Hamburg í Þýskalandi, en að dótturfélagið German Wings hafi nú tekið við þessum þremur flugleiðum. Því var útlit var fyrir að Lufthansa myndi ekki fljúga til Íslands næsta sumar en þeim áformum hefur nú verið breytt.

Lufthansa hyggst starfrækja flugleiðina frá 2. maí til 28. september á næsta ári og verður flogið á fimmtudögum og laugardögum. Vélarnar munu lenda í Keflavík um miðjan dag og vera komnar aftur til Frankfurt um kvöldmatarleyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×