Þingmaður hefur keypt lénið Guðlast.is Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 15:22 Helgi Hrafn á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, hefur fest kaup á léninu Guðlast.is. Þingmaðurinn fékk hugmyndina að kaupunum í kjölfar þess að fyrirtækið ISNIC vísaði í landslög þegar það ákvað að loka léni sem samtökin sem kölluð eru Íslamska ríkið keyptu. Samtökin keyptu tvö lén með endingunni .is, en á ensku eru samtökin kölluð Islamic State, sem er skammstafað IS. „Hugmyndin kom nú bara upp þegar við vorum að ræða þetta mál. Ég vildi sýna fram á að ef menn ætluðu að nota landslög sem ástæðu fyrir því að banna ákveðin lén þá þyrftu þeir að gera sér grein fyrir því að hinir ótrúlegustu hlutir eru bannaðir hér á landi, eins og til dæmis guðlast. Mér datt í hug að fá mér lénið guðlast.is og ákvað að kaupa það.“ Inni á síðunni sem lénið vísar á má sjá tilvitnun í 125. grein hegningarlaga sem lítur svo út:„125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.“Helgi tilkynnti um kaupin á léninu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Þar voru staddir fjórir fulltrúar fyrirtækisins ISNIC, sem heldur utan um skráningar á lénum með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Þar sagðist hann hafa keypt lénið og varpaði þeirri spurningu fram til forsvarsmanna fyrirtækisins hvort að því léni yrði lokað, eins og léninu sem Íslamska ríkið keypti. Í svari Steindórs Dan Jensen, lögfræðingi ISNIC, við þeirri spurningu Helga kom fram að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur; léninu yrði ekki lokað. Steindór sagði það ekki samræmast viðskiptahagsmunum ISNIC að loka síðunni.Fólk hefur ekki rétt á að móðgast ekki Helgi segist ekki gagnrýna ISNIC fyrir að loka á lénið sem Íslamska ríkið keypti. Gagnrýni hans snýr að því að nota landslög til að réttlæta lokunina. „Ég hugsa það og vona að ef sama mál kæmi upp aftur myndu þeir – að fenginni reynslu – höndla þetta allt öðruvísi. Að þeir myndu einfaldlega segja: „Við megum ekki skipta við glæpasamtök.“ Og það væri endalok umræðunnar. Og það væri bara fínt. Áhyggjur mínar hafa verið upprunalegur forsendurnar fyrir því að lénunum var lokað. Þaðan hafa áhyggjur mínar komið, ekki að skráningunni sé hafnað.“ Þingmaðurinn segist trúa á takmarkanir á tjáningarfrelsinu í ákveðnum tilvikum. „Ég er hlynntur á takmörkun á tjáningarfrelsi þegar tjáningin brýtur á rétti annarra. Til dæmis gegn friðhelgi einkalífsins, ég vil ekki að það sé löglegt að dreifa dagbókum fólks eða nektarmyndum.“ Helgi tiltekur einnig morðhótanir og segir þær vera brot á öryggisrétti. „Það eru nokkrar takmarkanir. En fyrir mér er þetta ekki spurning um línu. Fólk er alltaf að tala um einhverja línu. Einhverja línu sem ég trúi ekki á. Fyrir mér er það eðli tjáningarinnar sem á að ákvarða þetta.“Guðlast er bannað vegna þess að fólk verður móðgað við það „Guðlast er bannað einfaldlega vegna þess að fólk verður móðgað við það. Og einn af þeim réttum sem ég trúi ekki á og fullyrði reyndar að enginn hafi er þessi réttur að verða ekki móðgaður. Fólk hefur skelflilega tilhneigingu til þess að ímynda sér, þegar það er móðgað og hneykslað, að tjáningin sé svakalega hættuleg. Þá er talað um að börnin megi ekki komast í hitt og þetta. Þetta er yfirleitt vegna þess að fólk er móðgað og vill reyna að þagga niður í þeim sem móðgar það. Ég trúi ekki á þennan rétt. Ég trúi því ekki að neinn hafi rétt til að verða ekki móðgaður. Fólk verður bara fjandakornið að lifa með því.“ „Guðlastslögin eru einkenni þess hugsunarleysis sem viðgengst hérlendis gagnvart tjáningarfrelsinu. Menn eru ekki búnir að átta sig á því að tjáningarfrelsið skiptir meira máli en einhver ímyndaður réttur að verða aldrei móðgaður. Eða sjá aldrei neitt ljótt. Eða heyra aldrei neitt óþægilegt eða heimskulegt.“ Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Áhrifamiklir Ísraelar vildu sölsa undir sig .is lénið „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar," sagði framkvæmdastjóri ISNIC á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. 20. október 2014 13:58 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, hefur fest kaup á léninu Guðlast.is. Þingmaðurinn fékk hugmyndina að kaupunum í kjölfar þess að fyrirtækið ISNIC vísaði í landslög þegar það ákvað að loka léni sem samtökin sem kölluð eru Íslamska ríkið keyptu. Samtökin keyptu tvö lén með endingunni .is, en á ensku eru samtökin kölluð Islamic State, sem er skammstafað IS. „Hugmyndin kom nú bara upp þegar við vorum að ræða þetta mál. Ég vildi sýna fram á að ef menn ætluðu að nota landslög sem ástæðu fyrir því að banna ákveðin lén þá þyrftu þeir að gera sér grein fyrir því að hinir ótrúlegustu hlutir eru bannaðir hér á landi, eins og til dæmis guðlast. Mér datt í hug að fá mér lénið guðlast.is og ákvað að kaupa það.“ Inni á síðunni sem lénið vísar á má sjá tilvitnun í 125. grein hegningarlaga sem lítur svo út:„125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.“Helgi tilkynnti um kaupin á léninu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Þar voru staddir fjórir fulltrúar fyrirtækisins ISNIC, sem heldur utan um skráningar á lénum með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Þar sagðist hann hafa keypt lénið og varpaði þeirri spurningu fram til forsvarsmanna fyrirtækisins hvort að því léni yrði lokað, eins og léninu sem Íslamska ríkið keypti. Í svari Steindórs Dan Jensen, lögfræðingi ISNIC, við þeirri spurningu Helga kom fram að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur; léninu yrði ekki lokað. Steindór sagði það ekki samræmast viðskiptahagsmunum ISNIC að loka síðunni.Fólk hefur ekki rétt á að móðgast ekki Helgi segist ekki gagnrýna ISNIC fyrir að loka á lénið sem Íslamska ríkið keypti. Gagnrýni hans snýr að því að nota landslög til að réttlæta lokunina. „Ég hugsa það og vona að ef sama mál kæmi upp aftur myndu þeir – að fenginni reynslu – höndla þetta allt öðruvísi. Að þeir myndu einfaldlega segja: „Við megum ekki skipta við glæpasamtök.“ Og það væri endalok umræðunnar. Og það væri bara fínt. Áhyggjur mínar hafa verið upprunalegur forsendurnar fyrir því að lénunum var lokað. Þaðan hafa áhyggjur mínar komið, ekki að skráningunni sé hafnað.“ Þingmaðurinn segist trúa á takmarkanir á tjáningarfrelsinu í ákveðnum tilvikum. „Ég er hlynntur á takmörkun á tjáningarfrelsi þegar tjáningin brýtur á rétti annarra. Til dæmis gegn friðhelgi einkalífsins, ég vil ekki að það sé löglegt að dreifa dagbókum fólks eða nektarmyndum.“ Helgi tiltekur einnig morðhótanir og segir þær vera brot á öryggisrétti. „Það eru nokkrar takmarkanir. En fyrir mér er þetta ekki spurning um línu. Fólk er alltaf að tala um einhverja línu. Einhverja línu sem ég trúi ekki á. Fyrir mér er það eðli tjáningarinnar sem á að ákvarða þetta.“Guðlast er bannað vegna þess að fólk verður móðgað við það „Guðlast er bannað einfaldlega vegna þess að fólk verður móðgað við það. Og einn af þeim réttum sem ég trúi ekki á og fullyrði reyndar að enginn hafi er þessi réttur að verða ekki móðgaður. Fólk hefur skelflilega tilhneigingu til þess að ímynda sér, þegar það er móðgað og hneykslað, að tjáningin sé svakalega hættuleg. Þá er talað um að börnin megi ekki komast í hitt og þetta. Þetta er yfirleitt vegna þess að fólk er móðgað og vill reyna að þagga niður í þeim sem móðgar það. Ég trúi ekki á þennan rétt. Ég trúi því ekki að neinn hafi rétt til að verða ekki móðgaður. Fólk verður bara fjandakornið að lifa með því.“ „Guðlastslögin eru einkenni þess hugsunarleysis sem viðgengst hérlendis gagnvart tjáningarfrelsinu. Menn eru ekki búnir að átta sig á því að tjáningarfrelsið skiptir meira máli en einhver ímyndaður réttur að verða aldrei móðgaður. Eða sjá aldrei neitt ljótt. Eða heyra aldrei neitt óþægilegt eða heimskulegt.“
Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Áhrifamiklir Ísraelar vildu sölsa undir sig .is lénið „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar," sagði framkvæmdastjóri ISNIC á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. 20. október 2014 13:58 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00
Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06
Áhrifamiklir Ísraelar vildu sölsa undir sig .is lénið „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar," sagði framkvæmdastjóri ISNIC á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. 20. október 2014 13:58
Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16
„Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31