Markasúpa Ronaldo og félaga | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 12:30 Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1 Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30
Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07
Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23