„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:29 Troy hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum og meðal annars tekið þátt í NOH8 Campaign. Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“ Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00