Innlent

Kemur til greina að endurskoða ákvæði um fríar lóðir undir kirkjur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Daníel
Ekki stendur til að fella burt lagaákvæði sem kveður á um að sveitarfélög gefi þjóðkirkjunni lóðir undir kirkjur en það kemur þó til greina en endurskoða ákvæðið. Þetta kemur fram í svörum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málið.

Í svarinu segir Hanna Birna að það komi til greina á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og breytinga á lögum um trúfélög og tekjustofna sveitarfélaga að taka lagaákvæðið til endurskoðunar. Verði það gert mun það taka mið af þróun í samfélaginu og hvernig staðið hefur verið að úthlutun lóða undir kirkjur þjóðkirkjunnar og sambærilegt húsnæði annarra trúfélaga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×