Forsætisráðherra vissi ekki af uppsögnum í Stjórnarráðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 16:45 "Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. Þetta kom fram í máli hans í viðtalsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Öll ráðuneyti heyra undir Stjórnarráð Íslands en í tilkynningu frá Eflingu var ekki tilgreint í hvaða ráðuneytum konurnar störfuðu. „Þar [í Stjórnarráðinu] erum við ekki að segja upp ræstingarfólki og það stendur ekki til. Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum. Reyndar vinna þær alveg einstaklega gott starf og það hefur ekki verið inni í myndinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að skapa traust á milli fólks á vinnustað og þá sér í lagi þegar það vinnan er unnin áberandi vel. „Ekki hvað síst í stjórnkerfinu þar sem jafnvel eru ýmis trúnaðargögn og menn þurfa að geta reitt sig á það að það séu allir með í liðinu. Þannig að við höfum ekkert verið að velta fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega veit ég ekki til þess og myndi vita af í mínu ráðuneyti.“ Talsvert hefur verið fjallað um tíðindi sem bárust frá Eflingu í gær um uppsagnir Stjórnarráðsins á ræstingarfólki. Sex þeirra kvenna sem misstu vinnuna eru eldri en sextíu ára og sjö á aldrinum fimmtíu til sextíu ára. Starfshlutfall þeirra var um 60-70 prósent og voru þær með um 260 þúsund krónur í laun á mánuði. Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. Þetta kom fram í máli hans í viðtalsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Öll ráðuneyti heyra undir Stjórnarráð Íslands en í tilkynningu frá Eflingu var ekki tilgreint í hvaða ráðuneytum konurnar störfuðu. „Þar [í Stjórnarráðinu] erum við ekki að segja upp ræstingarfólki og það stendur ekki til. Við erum mjög ánægð með það fólk sem vinnur í ræstingum og lítum á þær sem hluta af hópnum. Reyndar vinna þær alveg einstaklega gott starf og það hefur ekki verið inni í myndinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að skapa traust á milli fólks á vinnustað og þá sér í lagi þegar það vinnan er unnin áberandi vel. „Ekki hvað síst í stjórnkerfinu þar sem jafnvel eru ýmis trúnaðargögn og menn þurfa að geta reitt sig á það að það séu allir með í liðinu. Þannig að við höfum ekkert verið að velta fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega veit ég ekki til þess og myndi vita af í mínu ráðuneyti.“ Talsvert hefur verið fjallað um tíðindi sem bárust frá Eflingu í gær um uppsagnir Stjórnarráðsins á ræstingarfólki. Sex þeirra kvenna sem misstu vinnuna eru eldri en sextíu ára og sjö á aldrinum fimmtíu til sextíu ára. Starfshlutfall þeirra var um 60-70 prósent og voru þær með um 260 þúsund krónur í laun á mánuði.
Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48
Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37
Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46