Lögreglustjóri segir skýrsluna einsdæmi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 11:51 Fulltrúar lögreglunnar á fundinum í morgun. Vísir / GVA Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum. Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum.
Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00
Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26
Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00
Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14
Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00
Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15
Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30
Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“