Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 21:09 Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar. Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change, voru kynntar á fundi í Kaupmannahöfn í morgun. Skýrlsan er mikilvægasta skjal sem nokkurn tíma hefur verið sett saman um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á jörðina. Niðurstaðan er afrakstur rannsóknarvinnu þúsunda vísindamanna vítt og breitt um heiminn en ályktunarorð skýrslunnar voru samin eftir samráð við ríkisstjórnir allra ríkja sem eiga aðild að SÞ.Alvarleg, langvarandi, og óafturkræf áhrif Í skýrslunni kemur fram að heimurinn standi frammi fyrir „alvarlegum, langvarandi og óafturkræfum,“ áhrifum á loftslag án skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis með notkun jarðefnaeldsneytis. Aukin hlýnun jarðar auki líkurnar á alvarlegum, langvarandi, og óafturkræfum áhrifum, eins og segir orðrétt í skýrslunni. Þá hafi áhrifin af loftslagsbreytingum sem birtast í hitabylgjum, þurrkum, flóðum, hvirfilbyljum og skógareldum afhjúpað varnarleysi vistkerfa og mannfólks gagnvart loftslagsbreytingum. Stór hluti dýrategunda á landi og í ferskvatni standi frammi fyrir aukinni útrýmingarhættu vegna áætlaðra loftslagsbreytinga á 21. öldinni. „Það vill svo til að ráðrúm til aðgerða minnkar mjög hratt svo við höfum mjög skamman tíma. Ef við lítum á heildarkolefnisáætlunina til að tryggja að hitastigið hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir lok aldarinnar þá höfum við þegar notað stóran hluta þess. Það sem eftir er er aðeins 275 gígatonn af kolefni. Þetta sýnir greinilega að við höfum mjög takmarkað tækifæri og ég held að aljóðasamfélagið verði að horfa á þessar tölur og sýna staðfestu svo við getum breytt þessu,“ sagði Rajendra Pachauri formaður nefndarinnar þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í morgun. Það er niðurstaða höfunda skýrslunnar að notkun jarðefnaeldsneytis án geymslu og bindingu kolefnis verði að líða alfarið undir lok um næstu aldamót í síðasta lagi.Við skulum skoða nokkur atriði úr skýrslunni:Hlýnun jarðar og þáttur mannsins í loftslagsbreytingum er staðreynd.Áhrif breytinganna birtast m.a. í súrnun sjávar, bráðnun íshellunnar á Norðurskautinu og uppskerubresti.Magn kolefnis í andrúmsloftinu hefur ekki verið hærra í 800 þúsund ár.Tímabilið 1983-2014 var heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár.Ef ekki verður dregið kerfisbundið úr kolefnisútblæstri mun hitastig á jörðinni halda áfram að hækka. Meira þessu tengt: Viðtal við Christiönu Figueres yfirmann loftslagsmála hjá SÞ sem tekið var á Arctic Circle í Hörpu í dag þar sem hún lýsir viðbrögðum sínum við niðurstöðum skýrslunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira