Sergio Garcia fær hjálp úr óvæntri átt í Dubai 19. nóvember 2014 22:00 Sergio Garcia prufar nýjan kylfusvein um helgina. Getty Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira