Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 15:45 Pétur sagði að sér væri misboðið. Vísir / GVA Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“ Alþingi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“
Alþingi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira