Ísland hefur undirritað alþjóðasamning um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum en tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi.
Nú í tvö ár hefur íþróttanefnd Evrópuráðsins (Enlarget Partial Agreement on Sport) unnið að gerð samnings um hagræðingu úrslita íþróttakappleikja.
Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti samninginn þann 9. júlí 2014. Í samningnum er kveðið á um ýmsar aðgerðir sem löndin hyggjast beita hvert í sínu landi og sameiginlega í alþjóðlegu samstarfi til þess að berjast gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja en talsverð aukning hefur orðið á málum sem tengjast veðmálum og hagræðingu úrslita kappleiki í íþróttum í Evrópu og víðar.
Tilgangur samningsins er ekki síður að skiptast á upplýsingum á alþjóðlegum vettvangi og samhæfa samstarf stjórnvalda og viðeigandi stofnana við íþróttasamtök og aðila sem vinna í getraunatengdri starfsemi.
Með samningnum er einnig verið að verja heiðarleika og gildi íþrótta en mikil aukning á fjármagni í ýmsum íþróttagreinum hefur orðið til þess að auka ólöglega veðmálastarfsemi og hefur hætta á að úrslitum sé hagrætt í kappleikjum sem veðjað er á aukist umtalsvert samfara þessari þróun.
Undirritun samningsins fór fram í Strasbourg þann 13. nóvember 2014.
Íslendingar berjast gegn hagræðingu úrslita
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

