Vill veita rýmri heimildir til að nota fánann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 10:01 „Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“ Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
„Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“
Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira