Fær fullnægingu í sex tíma á dag: „Ég er uppgefin“ Lilja Katrin Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 10:30 Cara Anaya er þritug eiginkona og móðir fra Arizona í Bandaríkjunum sem þjáist af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem kallast á ensku Peristent genital arousal disorder, eða PGAD. Sjúkdómurinn lýsir ser þannig að kynfæri hennar verða fyrir stanslausri örvun og fær hún fullnægingu í allt að sex klukkustundir á hverjum degi. „Ég er þreytt, ég er uppgefin en ég veit að önnur fullnæging fer um mig á næstu sekúndum, mínútum, klukkustundum,“ segir Cara í viðtali við Barcroft Media. Hún var greind með PGAD fyrir þremur árum síðan. „Ég ákvað að telja fullnægingarnar mínar einn daginn og ég taldi 180 fullnægingar á tveimur klukkustundum,“ bætir Cara við en það er meira en ein fullnæging á mínútu. PGAD hefur haft slæm áhrif á hjónaband hennar. „Þegar eiginkona mín var fyrst greind með PGAD hélt ég að hún væri geðveik,“ segir eiginmaður hennar, Tony Carlisi. „Það versta er að sjá eiginkonu mína kveljast og það er ekkert sem ég get gert til að hjálpa henni.“ Cara heldur sig mikið til inni því hún skammast sín of mikið fyrir ástand sitt til að fara á kaffihús með eiginmanni sínum eða sitja á bekk í almenningsgarði. Hún er hrædd um að allt í einu fái hún fullnægingu. Hún hefur leitað til margra lækna en engin lækning virðist vera til. Sjúkdómurinn hefur einnig haft áhrif á samband Cöru við tíu ára gamlan son sinn. „Þegar ég er í kringum börn líður mér eins og öfugugga því það eru sterkar tilfinningar að fara í gegnum líkama minn á sama tíma. Það er áhyggjuefni fyrir mig að keyra son minn í skólann því örvunin eykst og eykst og ég þarf að bíða í bílnum og bíða þangað til það líður hjá,“ segir Cara. „Þetta hefur komið í veg fyrir að ég taki þátt í lífi sonar míns því mér finnst ég vera of ógeðsleg til að vera hluti af því. Við viljum að hann sé venjulegur strákur en á sama tíma getur hann ekki fengið vini í heimsókn út af sjúkdómi móður hans,“ bætir hún við. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Cara Anaya er þritug eiginkona og móðir fra Arizona í Bandaríkjunum sem þjáist af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem kallast á ensku Peristent genital arousal disorder, eða PGAD. Sjúkdómurinn lýsir ser þannig að kynfæri hennar verða fyrir stanslausri örvun og fær hún fullnægingu í allt að sex klukkustundir á hverjum degi. „Ég er þreytt, ég er uppgefin en ég veit að önnur fullnæging fer um mig á næstu sekúndum, mínútum, klukkustundum,“ segir Cara í viðtali við Barcroft Media. Hún var greind með PGAD fyrir þremur árum síðan. „Ég ákvað að telja fullnægingarnar mínar einn daginn og ég taldi 180 fullnægingar á tveimur klukkustundum,“ bætir Cara við en það er meira en ein fullnæging á mínútu. PGAD hefur haft slæm áhrif á hjónaband hennar. „Þegar eiginkona mín var fyrst greind með PGAD hélt ég að hún væri geðveik,“ segir eiginmaður hennar, Tony Carlisi. „Það versta er að sjá eiginkonu mína kveljast og það er ekkert sem ég get gert til að hjálpa henni.“ Cara heldur sig mikið til inni því hún skammast sín of mikið fyrir ástand sitt til að fara á kaffihús með eiginmanni sínum eða sitja á bekk í almenningsgarði. Hún er hrædd um að allt í einu fái hún fullnægingu. Hún hefur leitað til margra lækna en engin lækning virðist vera til. Sjúkdómurinn hefur einnig haft áhrif á samband Cöru við tíu ára gamlan son sinn. „Þegar ég er í kringum börn líður mér eins og öfugugga því það eru sterkar tilfinningar að fara í gegnum líkama minn á sama tíma. Það er áhyggjuefni fyrir mig að keyra son minn í skólann því örvunin eykst og eykst og ég þarf að bíða í bílnum og bíða þangað til það líður hjá,“ segir Cara. „Þetta hefur komið í veg fyrir að ég taki þátt í lífi sonar míns því mér finnst ég vera of ógeðsleg til að vera hluti af því. Við viljum að hann sé venjulegur strákur en á sama tíma getur hann ekki fengið vini í heimsókn út af sjúkdómi móður hans,“ bætir hún við.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira