Erlent

Staðfest að Kassig hafi verið myrtur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Abdul-Rahman Kassig
Abdul-Rahman Kassig Vísir/afp
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur staðfest að Abdul-Rahman Kassig hafi verið afhöfðaður í myndbandi sem Íslamska ríkið sendi frá sér.

Forsetinn sagði atvikið vera hreina mannvonsku og vottaði fjölskyldu mannsins samúð sína. Hann fór fögrum orðum um Kassig en honum var rænt fyrir ári við hjálparstörf í Sýrlandi

Kassig var áður hermaður í bandaríska hernum og þjónaði í Írak. Eftir að herskyldu lauk hlaut hann þjálfun sem hjálparstarfsmaður og stofnaði SERA samtökin sem aðstoðuðu bágstadda í Sýrlandi.

Kassig er fimmti gíslinn sem Íslamska ríkið tekur af lífi og birtir upptöku af aftökunni á vefnum. Áður hafði það orðið hlutskipti Bretanna Alan Henning og David Haines auk bandarísku blaðamannanna James Foley og Steven Sotloff.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×