Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu Haraldur Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2014 09:00 Helga og Signý Kolbeinsdóttir vinna nú við að koma vörum í verslanir fyrir jólin og undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs. Vísir/GVA „Við erum í 25 verslunum hér á landi og í átta öðrum löndum, þar á meðal í tuttugu verslunum í Bretlandi, og því fer mikið af minni vinnu nú í að koma sendingum í verslanir og passa að allar hillur séu fullar fyrir jólin,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Tulipop. Helga stofnaði fyrirtækið ásamt Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, árið 2010. Tulipop framleiðir nú gjafavörulínu sem byggð er á teikningum Signýjar. Fyrirtækið hlaut nýverið þrenn verðlaun á Junior Design Awards í Bretlandi þar sem athygli er vakin á framúrskarandi hönnunarvörum fyrir börn. „Síðan ætlum við líka að taka þátt í „pop-up“-verslun í London í byrjun desember og erum núna að undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs,“ segir Helga. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands fimm árum síðar. Eftir það réð hún sig til HugurAx þar sem hún starfaði í fjögur ár sem viðskiptastjóri og síðar markaðsstjóri í framkvæmdastjórn hugbúnaðarfyrirtækisins. „Árið 2007 fór ég síðan í tveggja ára MBA-nám í London Business School. Það var mjög krefjandi nám og alþjóðlegt sem leiddi til þess að ég fékk vinnu um sumarið hjá American Express í Bretlandi þar sem ég var hluti af stefnumótunar- og markaðsteymi fyrirtækisins,“ segir Helga. Hún vann einnig að gerð ráðgjafarverkefnis fyrir breska verslunarrisann Tesco. „Svo flutti ég heim árið 2009 og fór að vinna í fyrirtækjaráðgjöf. Mér fannst það ekki alveg eiga við mig. Ég hafði þá fylgst með Signýju vinkonu minni og við ákváðum að búa til fyrirtæki í kringum hennar hugmynd með það að markmiði að þróa gjafavörumerki sem gæti náð árangri á heimsvísu,“ segir Helga. „Okkar markmið voru mjög metnaðarfull frá upphafi og við höfum verið að vinna að þessu jafnt og þétt.“ Helga er gift Ingva Hrafni Óskarssyni lögmanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Frítíminn fer mikið í að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Við reynum að fara saman á skíði á veturna og hjólreiðatúra á sumrin. Svo tók ég upp á því að fara að hlaupa með tveimur vinkonum mínum og við höfum tekið þátt í Jökulsárhlaupinu síðustu tvö sumur og hlupum þá í Hljóðaklettum að Ásbyrgi. Svo erum vð fimm vinkonurnar sem hittumst einu sinni í viku til að spila tennis en það áhugmál kviknaði þegar ég bjó í London.“Ásgerður RagnarsdóttirÁsgerður Ragnarsdóttir, lögmaður á Lex „Helga er frábær vinkona og ein af þessum orkumiklu manneskjum sem má treysta á sé ætlunin að gera sér glaðan dag. Hún er einstaklega skipulögð og tekst með einhverjum undrabrögðum að ná árangri á öllum vígstöðvum án þess að blása úr nös. Hún er sniðug, útsjónarsöm og býr yfir þolinmæði sem er örugglega stór þáttur í velgengni Tulipop. Ekki skemmir fyrir hversu veraldarvön hún er og á hún stóran þátt í framsæknum málsverðum bókaklúbbsins okkar svokallaða úr menntaskóla sem gerir flest annað en að lesa bækur.“Kristinn ÁrnasonKristinn Árnason, bróðir Helgu „Hún Helga systir mín er afskaplega vönduð manneskja sem gott er að vita af nálægt sér. Hún er gædd hæfileikum til að leysa hin ólíkustu verkefni vel af hendi, enda er hún jákvæð, drífandi og lausnamiðuð, og gengur í hlutina með sínum viðkunnanlega og yfirvegaða hætti sem virkar oft frábærlega áreynslulítill. Hún er hjálpsöm, skapgóð og jafnlynd, en er líka fær um að vera beinskeitt og ákveðin þegar svo ber undir. Sem mikill aðdáandi Tulipop hefur mér þótt gaman að fylgjast með þeim Signýju byggja upp þann litríka ævintýraheim skref fyrir skref.“ Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Við erum í 25 verslunum hér á landi og í átta öðrum löndum, þar á meðal í tuttugu verslunum í Bretlandi, og því fer mikið af minni vinnu nú í að koma sendingum í verslanir og passa að allar hillur séu fullar fyrir jólin,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Tulipop. Helga stofnaði fyrirtækið ásamt Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, árið 2010. Tulipop framleiðir nú gjafavörulínu sem byggð er á teikningum Signýjar. Fyrirtækið hlaut nýverið þrenn verðlaun á Junior Design Awards í Bretlandi þar sem athygli er vakin á framúrskarandi hönnunarvörum fyrir börn. „Síðan ætlum við líka að taka þátt í „pop-up“-verslun í London í byrjun desember og erum núna að undirbúa kynningu á vörulínu næsta árs,“ segir Helga. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands fimm árum síðar. Eftir það réð hún sig til HugurAx þar sem hún starfaði í fjögur ár sem viðskiptastjóri og síðar markaðsstjóri í framkvæmdastjórn hugbúnaðarfyrirtækisins. „Árið 2007 fór ég síðan í tveggja ára MBA-nám í London Business School. Það var mjög krefjandi nám og alþjóðlegt sem leiddi til þess að ég fékk vinnu um sumarið hjá American Express í Bretlandi þar sem ég var hluti af stefnumótunar- og markaðsteymi fyrirtækisins,“ segir Helga. Hún vann einnig að gerð ráðgjafarverkefnis fyrir breska verslunarrisann Tesco. „Svo flutti ég heim árið 2009 og fór að vinna í fyrirtækjaráðgjöf. Mér fannst það ekki alveg eiga við mig. Ég hafði þá fylgst með Signýju vinkonu minni og við ákváðum að búa til fyrirtæki í kringum hennar hugmynd með það að markmiði að þróa gjafavörumerki sem gæti náð árangri á heimsvísu,“ segir Helga. „Okkar markmið voru mjög metnaðarfull frá upphafi og við höfum verið að vinna að þessu jafnt og þétt.“ Helga er gift Ingva Hrafni Óskarssyni lögmanni og þau eiga þrjú börn á aldrinum tveggja til tólf ára. „Frítíminn fer mikið í að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Við reynum að fara saman á skíði á veturna og hjólreiðatúra á sumrin. Svo tók ég upp á því að fara að hlaupa með tveimur vinkonum mínum og við höfum tekið þátt í Jökulsárhlaupinu síðustu tvö sumur og hlupum þá í Hljóðaklettum að Ásbyrgi. Svo erum vð fimm vinkonurnar sem hittumst einu sinni í viku til að spila tennis en það áhugmál kviknaði þegar ég bjó í London.“Ásgerður RagnarsdóttirÁsgerður Ragnarsdóttir, lögmaður á Lex „Helga er frábær vinkona og ein af þessum orkumiklu manneskjum sem má treysta á sé ætlunin að gera sér glaðan dag. Hún er einstaklega skipulögð og tekst með einhverjum undrabrögðum að ná árangri á öllum vígstöðvum án þess að blása úr nös. Hún er sniðug, útsjónarsöm og býr yfir þolinmæði sem er örugglega stór þáttur í velgengni Tulipop. Ekki skemmir fyrir hversu veraldarvön hún er og á hún stóran þátt í framsæknum málsverðum bókaklúbbsins okkar svokallaða úr menntaskóla sem gerir flest annað en að lesa bækur.“Kristinn ÁrnasonKristinn Árnason, bróðir Helgu „Hún Helga systir mín er afskaplega vönduð manneskja sem gott er að vita af nálægt sér. Hún er gædd hæfileikum til að leysa hin ólíkustu verkefni vel af hendi, enda er hún jákvæð, drífandi og lausnamiðuð, og gengur í hlutina með sínum viðkunnanlega og yfirvegaða hætti sem virkar oft frábærlega áreynslulítill. Hún er hjálpsöm, skapgóð og jafnlynd, en er líka fær um að vera beinskeitt og ákveðin þegar svo ber undir. Sem mikill aðdáandi Tulipop hefur mér þótt gaman að fylgjast með þeim Signýju byggja upp þann litríka ævintýraheim skref fyrir skref.“
Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira