Innlent

Spyr hvenær von sé á aðgerðum til að jafna húshitunarkostnað

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ragnheiður Elín þarf að svara því hvort og hvenær vænta má aðgerða til að jafna húshitunarkostnað þeirra sem ekki hafa aðgang að jarðvarma.
Ragnheiður Elín þarf að svara því hvort og hvenær vænta má aðgerða til að jafna húshitunarkostnað þeirra sem ekki hafa aðgang að jarðvarma. Vísir
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur beint fyrirspurn til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um hvenær vænta megi ráðstafana sem miði að því að jafna húshitunarkostnað að fullu á milli landsvæða.

Ásmundur var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið á síðasta kjörtímabili.Vísir
Talsverður munur getur verið á húshitunarkostnaði og hefur málið lengi verið til umræðu. Um tíu prósent landsmanna hafa ekki aðgang að jarðhita til að hita upp húsin sín og þurfa að treysta á raforku eða jafnvel olíu til þess. 

Málið rataði inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem segir: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“

Ásmundur Einar var fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu sem lögð var fram um málið á síðasta kjörtímabili. Fjórir aðrir þingmenn, þar af tveir núverandi ráðherrar, voru meðflutningsmenn að tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×