Gasmengun frá Eldgosinu í Holuhrauni berst enn til vesturs í dag og dreifist frá Faxaflóa norður í Hrútafjörð. Loftgæði voru með ágætæum á öllum sjálfvirkum mælum klukkan sex í morgun, nema hvað þau voru sæmileg við Hellisheiðarvirkjun og í Grafarvogi í Reykjavík.
Í votviðri og nokkkukð sterkri vindátt eins og núna, þynnist mengunin ört, eftir því sem fjær dregur frá gosinu þannig að hún verður væntanlega ekki til vandræða á Faxaflóasvæðinu í dag.
Engir stórskjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt, en í gærdag mældist einn upp á 4,1 stig.
