Fótbolti

Varalið Íslands tapaði fyrir stjörnum prýddu liði Belga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Rúrik Gíslason í baráttunni við Eden Hazard í Brussel í kvöld.
Rúrik Gíslason í baráttunni við Eden Hazard í Brussel í kvöld. vísir/ap
Ísland tapaði fyrir Belgíu, 3-1, í vináttulandsleik í knattspyrnu í kvöld sem fram fór í Brussel. Ísland stillti upp varaliðinu, en níu breytingar voru gerðar á liðinu sem hefur byrjað síðustu þrjá leiki í undankeppni EM.

Belgar komust yfir með marki Nicolas Lombaerts á elleftu mínútu, en í næstu sókn jafnaði Alfreð Finnbogason metin með marki eftir hornspyrnu, 1-1. Þannig var staðan í hálfleik.

Heimamenn bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik, en það gerðu þeir DivockOrigi og Romelu Lukaku sem eru á mála hjá Liverpool og Everton á Englandi. Lokatölur, 3-1.

Ísland fékk fín færi í leiknum og var óheppið að bæta ekki við mörkum. Í heildina fín frammistaða hjá íslenska liðinu þrátt fyrir tap og gefur landsliðsþjálfurunum kannski eitthvað að hugsa um fyrir sunnudaginn.

Íslenska liðið heldur áfram æfingum í Belgíu þar til það ferðast til Plzen en þar mætir liðið Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×