Reykjavík mun taka miklum breytingum næstu árin Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 11:50 vísir/skjáskot Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar er hægt að sjá yfirlit um þessar framkvæmdir. Hvar verða umræddar íbúðir, hvenær verða þær tilbúnar og hvernig líta þær út. Í myndböndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig uppbyggingunni verður háttað og hvernig hverfin eiga eftir að breytast.Holt og Hlemmur Fyrir ofan Hlemm og í nærliggjandi hverfi Holtum er mikil uppbygging og framkvæmdir víða hafnar. Hér byggir Búseti 230 íbúðir í Smiðjuholti sem er við Einholt og Þverholt , Félagsstofnun stúdenta hefur innan tíðar framkvæmdir við allt að 97 íbúðir við Brautarholt 7; Skipholt 11 - 13 er að breytast í 20 íbúða hús og á Hampiðjureitnum - Stakkholt 2 -4 eru framkvæmdir hafnar við 140 íbúðir. Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás - Hverfi í uppbyggingu Byggðin í dalnum er farin að taka á sig mynd. Úlfarsárdalur er 700 íbúða hverfi í uppbyggingu þar sem einstaklingar og fyrirtæki byggja íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg selur lóðir í Úlfarsárdal á föstu verði og er byggingarréttur fyrir aðeins 120 íbúðir í einbýlis-, rað- og parhúsum óseldur. Undir Reynisvatnsási er að byggjast upp 106 íbúða hverfi einbýlis-, rað- og parhúsa. Reykjavíkurborg selur lóðir í Reynisvatnsási á föstu verði og er byggingarréttur fyrir 36 íbúðir, aðallega í einbýli, óseldur. Vesturbugt Á svæðinu við Slippinn í gömlu höfninni í Reykjavík er Vesturbugt. Reykjavíkurborg hefur látið deiliskipuleggja svæðið og liggur fyrir samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 128 íbúðum. Áformað er að framkvæmdir hefjist árið 2016. Hér að neðan má sjá myndband frá öllum hverfum og hvernig Reykjavík mun breytast á næstu árum. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira
Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar er hægt að sjá yfirlit um þessar framkvæmdir. Hvar verða umræddar íbúðir, hvenær verða þær tilbúnar og hvernig líta þær út. Í myndböndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig uppbyggingunni verður háttað og hvernig hverfin eiga eftir að breytast.Holt og Hlemmur Fyrir ofan Hlemm og í nærliggjandi hverfi Holtum er mikil uppbygging og framkvæmdir víða hafnar. Hér byggir Búseti 230 íbúðir í Smiðjuholti sem er við Einholt og Þverholt , Félagsstofnun stúdenta hefur innan tíðar framkvæmdir við allt að 97 íbúðir við Brautarholt 7; Skipholt 11 - 13 er að breytast í 20 íbúða hús og á Hampiðjureitnum - Stakkholt 2 -4 eru framkvæmdir hafnar við 140 íbúðir. Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás - Hverfi í uppbyggingu Byggðin í dalnum er farin að taka á sig mynd. Úlfarsárdalur er 700 íbúða hverfi í uppbyggingu þar sem einstaklingar og fyrirtæki byggja íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg selur lóðir í Úlfarsárdal á föstu verði og er byggingarréttur fyrir aðeins 120 íbúðir í einbýlis-, rað- og parhúsum óseldur. Undir Reynisvatnsási er að byggjast upp 106 íbúða hverfi einbýlis-, rað- og parhúsa. Reykjavíkurborg selur lóðir í Reynisvatnsási á föstu verði og er byggingarréttur fyrir 36 íbúðir, aðallega í einbýli, óseldur. Vesturbugt Á svæðinu við Slippinn í gömlu höfninni í Reykjavík er Vesturbugt. Reykjavíkurborg hefur látið deiliskipuleggja svæðið og liggur fyrir samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 128 íbúðum. Áformað er að framkvæmdir hefjist árið 2016. Hér að neðan má sjá myndband frá öllum hverfum og hvernig Reykjavík mun breytast á næstu árum.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira