Innlent

Reykjavík mun taka miklum breytingum næstu árin

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/skjáskot
Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu.

Á vefsíðu Reykjavíkurborgar er hægt að sjá yfirlit um þessar framkvæmdir. Hvar verða umræddar íbúðir, hvenær verða þær tilbúnar og hvernig líta þær út.

Í myndböndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig uppbyggingunni verður háttað og hvernig hverfin eiga eftir að breytast.

Holt og Hlemmur

Fyrir ofan Hlemm og í nærliggjandi hverfi Holtum er mikil uppbygging og framkvæmdir víða hafnar.

Hér byggir Búseti 230 íbúðir í Smiðjuholti sem er við Einholt og Þverholt , Félagsstofnun stúdenta hefur innan tíðar framkvæmdir við allt að 97 íbúðir við Brautarholt 7; Skipholt 11 - 13 er að breytast í 20 íbúða hús og á Hampiðjureitnum - Stakkholt 2 -4 eru framkvæmdir hafnar við 140 íbúðir. 



Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás - Hverfi í uppbyggingu

Byggðin í dalnum er farin að taka á sig mynd. Úlfarsárdalur er 700 íbúða hverfi í uppbyggingu þar sem einstaklingar og fyrirtæki byggja íbúðarhúsnæði.

Reykjavíkurborg selur lóðir í Úlfarsárdal á föstu verði og er byggingarréttur fyrir aðeins 120 íbúðir í einbýlis-, rað- og parhúsum óseldur. 

Undir Reynisvatnsási er að byggjast upp 106 íbúða hverfi einbýlis-, rað- og parhúsa. Reykjavíkurborg selur lóðir í Reynisvatnsási á föstu verði og er byggingarréttur fyrir 36 íbúðir, aðallega í einbýli, óseldur. 



Vesturbugt

Á svæðinu við Slippinn í gömlu höfninni í Reykjavík er Vesturbugt. Reykjavíkurborg hefur látið deiliskipuleggja svæðið og liggur fyrir samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 128 íbúðum. Áformað er að framkvæmdir hefjist árið 2016.



Hér að neðan má sjá myndband frá öllum hverfum og hvernig Reykjavík mun breytast á næstu árum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×