„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2014 20:15 Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00