Tryggvi Þór skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 12:23 Guðmundur og Tryggvi ræddu málin í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Vísir Tryggi Þór Herbertsson segir að fyrst ákveðið var að ráðast í skuldaniðurfellingar líkt og ríkisstjórnin kynnti í gær þá sé leiðin sem farin var vel heppnuð. Hann segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar um förgangsröðun en bendir á að dreifingin sé mikil. Þetta kom fram þegar Tryggi Þór mætti í Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er búið að vera heilmikil vinna. Ég byrjaði á þessu í byrjun janúar og þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Tryggi Þór um vinnuna á bak við útreikningana og framkvæmd niðurfærslurnar. „Alveg óendanlega margar flækjur. Það eru margir hnútar sem þurft hefur að skera á. Margar ákvarðanir og gríðarlegur fjöldi af fólki sem hefur komið að því að gera þetta allt saman en núna er þessi áfangi í höfn.“Hátekjufólkið fær brot Tryggvi Þór sagði að aðeins örlítið brot af niðurfellingarfjárhæðinni færi til þeirra sem hann teldi hátekjufólk. „Hvað varðar tekjurnar þá eru fjölskyldur sem eru undir 16 milljónum eru að fá 75 prósent af þessu og þá er sagt að llir fyrir ofan 16 milljónr í árslaun er hátekjufólk. Það er semsagt boðskapurinn,“ sagði hann. „Það er semsagt verið að segja að allir sem eru með meira 670 þúsund krónur í laun á mánuði sé hátekjufólk. Við sjáum að það gengur ekki upp,“ sagði Tryggi sem benti á að óumflýjanlega fái þeir sem eru með tekjur yfir tveimur milljónum líka leiðréttingu. „Auðvitað er hátekjufólk, fólk sem er með tvær milljónir á mánuði, það eru einhverjir að fá eitthvað en það er örlítið brot af þessu. Örlítið brot af þessu. Massinn er að liggja svona í kringum millitekjurnar og lágu tekjurnar.“ En hvað eru millitekjur? „Við erum að reikna með að millitekjur séu kannski að fjölskylda sé með milljón á mánuði, sirka, eitthvað svoleiðis,“ sagði hann aðspurður hvað millitekjur væru.Skilur gagnrýnina Í þættinum sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, að aðgerðin væri ómarkviss og að það væri æpandi þörf á uppbyggingu í samfélaginu og að greiða niður opinberar skuldir. „Mér finnst hún ekki heldur réttlát. Það urðu allir fyrir áhrifum af hruninum þannig að þetta er ómarkviss, óréttlát, ósanngjörn og óréttlætanleg notkun á opinberu fé,“ sagði hann. Tryggi Þór sagðist skilja hvaðan Guðmundur væri að koma. „Ég geri engar athugasemdir við þennan málflutning hjá honum Guðmundi. Ég sé alveg úr hvaða átt hann er að koma,“ sagði hann. „Nema að ég geri athugasemdir við að þetta hafi verið gert á óhagkvæman hátt. Fyrst það átti að gera þetta þá eru niðurstöðurnar með betri hætti en ég átti nokkurtíman von á.“ Tryggvi benti á að um tíu prósent fólks færi úr þeirri stöðu að vera með neikvætt eigið fé í að vera með jákvæðu eigin fé. „Það er búið að taka ákvörðun um einhverja peninga og ég er ekki að taka neina afstöðu til þess og skil alveg hvaðan þú ert að koma,“ sagði hann og bætti við: „Þeir nýtast vel innan þess ramma að það eigi að eyða þeim.“Spurning um tilgang ríkisvaldsins Guðmundur benti á að það væri fjáfestingaþörf víða í samfélaginu. „Það er fjárfestingaþörf hvert sem litið er,“ sagði hann og spurði: „Í þessu árferði er það verkefni ríkissjóðs að taka yfir hluta af skuldum fólks og greiða það niður? Hver á þá að gera hitt?“ Hann velti einnig upp spurningum um þá ákvörðun að hraða greiðslu skuldaniðurfærslunnar en greint var frá því í gær að óvæntur tugmilljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs yrði nýttur til að hraða talsvert fjármögnun skuldaniðurfærslunnar. Afgangurinn skýrist að stærstum hluta af arðgreiðslum frá Landsbankanum og seðlabankanum. „Þá finnst mér nú vera orðin aðkallandi spurning: er virkilega ekkert í huga ríkisstjórnarinnar sem er aðkallandi fjárfesting og aðkallandi uppbyggingarverkefni? Það kostar líka peninga að hafa spítalann eins og hann er. Það kostar peninga að hafa vegina eins og þeir eru. Á að velta því öllu yfir á komandi kynslóðir? Það er bara skuldaleiðréttingin sem kemst að,“ sagði hann. Tryggi sagði hinsvegar að svigrúmið til þess að ráðast í þau verkefni koma vegna þess að hraðar er farið í að greiða niðurfærsluna. „Þetta hljómar svolítið eins og þú sért bara á móti öllu vegna þess að þú ert í stjórnarandstöðu,“ sagði hann. Því hafnaði Guðmundur. Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson segir að fyrst ákveðið var að ráðast í skuldaniðurfellingar líkt og ríkisstjórnin kynnti í gær þá sé leiðin sem farin var vel heppnuð. Hann segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar um förgangsröðun en bendir á að dreifingin sé mikil. Þetta kom fram þegar Tryggi Þór mætti í Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er búið að vera heilmikil vinna. Ég byrjaði á þessu í byrjun janúar og þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Tryggi Þór um vinnuna á bak við útreikningana og framkvæmd niðurfærslurnar. „Alveg óendanlega margar flækjur. Það eru margir hnútar sem þurft hefur að skera á. Margar ákvarðanir og gríðarlegur fjöldi af fólki sem hefur komið að því að gera þetta allt saman en núna er þessi áfangi í höfn.“Hátekjufólkið fær brot Tryggvi Þór sagði að aðeins örlítið brot af niðurfellingarfjárhæðinni færi til þeirra sem hann teldi hátekjufólk. „Hvað varðar tekjurnar þá eru fjölskyldur sem eru undir 16 milljónum eru að fá 75 prósent af þessu og þá er sagt að llir fyrir ofan 16 milljónr í árslaun er hátekjufólk. Það er semsagt boðskapurinn,“ sagði hann. „Það er semsagt verið að segja að allir sem eru með meira 670 þúsund krónur í laun á mánuði sé hátekjufólk. Við sjáum að það gengur ekki upp,“ sagði Tryggi sem benti á að óumflýjanlega fái þeir sem eru með tekjur yfir tveimur milljónum líka leiðréttingu. „Auðvitað er hátekjufólk, fólk sem er með tvær milljónir á mánuði, það eru einhverjir að fá eitthvað en það er örlítið brot af þessu. Örlítið brot af þessu. Massinn er að liggja svona í kringum millitekjurnar og lágu tekjurnar.“ En hvað eru millitekjur? „Við erum að reikna með að millitekjur séu kannski að fjölskylda sé með milljón á mánuði, sirka, eitthvað svoleiðis,“ sagði hann aðspurður hvað millitekjur væru.Skilur gagnrýnina Í þættinum sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, að aðgerðin væri ómarkviss og að það væri æpandi þörf á uppbyggingu í samfélaginu og að greiða niður opinberar skuldir. „Mér finnst hún ekki heldur réttlát. Það urðu allir fyrir áhrifum af hruninum þannig að þetta er ómarkviss, óréttlát, ósanngjörn og óréttlætanleg notkun á opinberu fé,“ sagði hann. Tryggi Þór sagðist skilja hvaðan Guðmundur væri að koma. „Ég geri engar athugasemdir við þennan málflutning hjá honum Guðmundi. Ég sé alveg úr hvaða átt hann er að koma,“ sagði hann. „Nema að ég geri athugasemdir við að þetta hafi verið gert á óhagkvæman hátt. Fyrst það átti að gera þetta þá eru niðurstöðurnar með betri hætti en ég átti nokkurtíman von á.“ Tryggvi benti á að um tíu prósent fólks færi úr þeirri stöðu að vera með neikvætt eigið fé í að vera með jákvæðu eigin fé. „Það er búið að taka ákvörðun um einhverja peninga og ég er ekki að taka neina afstöðu til þess og skil alveg hvaðan þú ert að koma,“ sagði hann og bætti við: „Þeir nýtast vel innan þess ramma að það eigi að eyða þeim.“Spurning um tilgang ríkisvaldsins Guðmundur benti á að það væri fjáfestingaþörf víða í samfélaginu. „Það er fjárfestingaþörf hvert sem litið er,“ sagði hann og spurði: „Í þessu árferði er það verkefni ríkissjóðs að taka yfir hluta af skuldum fólks og greiða það niður? Hver á þá að gera hitt?“ Hann velti einnig upp spurningum um þá ákvörðun að hraða greiðslu skuldaniðurfærslunnar en greint var frá því í gær að óvæntur tugmilljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs yrði nýttur til að hraða talsvert fjármögnun skuldaniðurfærslunnar. Afgangurinn skýrist að stærstum hluta af arðgreiðslum frá Landsbankanum og seðlabankanum. „Þá finnst mér nú vera orðin aðkallandi spurning: er virkilega ekkert í huga ríkisstjórnarinnar sem er aðkallandi fjárfesting og aðkallandi uppbyggingarverkefni? Það kostar líka peninga að hafa spítalann eins og hann er. Það kostar peninga að hafa vegina eins og þeir eru. Á að velta því öllu yfir á komandi kynslóðir? Það er bara skuldaleiðréttingin sem kemst að,“ sagði hann. Tryggi sagði hinsvegar að svigrúmið til þess að ráðast í þau verkefni koma vegna þess að hraðar er farið í að greiða niðurfærsluna. „Þetta hljómar svolítið eins og þú sért bara á móti öllu vegna þess að þú ert í stjórnarandstöðu,“ sagði hann. Því hafnaði Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent