Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 18:26 Rúnar Vilhjálmsson segist bjartsýnn á að samningar náist fyrir 1. desember. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“ Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25