Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 18:26 Rúnar Vilhjálmsson segist bjartsýnn á að samningar náist fyrir 1. desember. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“ Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25