Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 16:38 Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu. Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu.
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira