Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 15:00 Mikil aukning hefur verið í sölu á nýjum lúxusbílum á árinu. Mikil aukning hefur verið í sölu á lúxusbílum í ár, sé miðað við síðustu ár. Bílar sem eru að minnsta kosti tíu milljónir króna að virði hafa selst mjög vel það sem af er ári og hafa sumar tegundir nú þegar selst tvöfalt betur en í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Til dæmis hefur sala á bílum af tegundinni Porsche aukist um 150 prósent. Sala á Range Rover og Land Rover jeppum hefur aukist um 86,6 prósent. Mercedez Benz bifreiðar hafa einnig selst mun betur en í fyrra, en aukningin á sölu bíla af þeirri tegund er um 71 prósent.Margra ára endurnýjunarþörf Bílasalar telja að kaupendur fái nú útrás fyrir margra ára endurnýjunarþörf, en sala á nýjum bílum dróst saman eftir hrunið í október 2008. Í fyrra þótti salan á nýjum bifreiðum nokkuð góð, miðað við árin þar á undan. En í ár hefur salan aukist enn meira, eins og sjá má á sölutölum nokkurra vinsælustu tegundanna. Range Rover jeppar hafa selst vel, en auk þeirra hafa Mercedez Benz ML jeppar selst vel auk Porsche Cayenne þykja hafa rokið út. Sala á Volvo-bifreiðum hefur aukist um tæp 65 prósent og eru Volvo V60 gríðarlega vinsælir. Jepplingarnir frá BMW hafa einnig selst vel, bæði BMW x3 og BMW x5.Hér má sjá línurit yfir fjölda nýskráðra bíla af tegundinni Land Rover og Range Rover frá árinu 2001 til 2014. Á lóðrétta ásnum má sjá fjölda nýskráðra bíla og á þeim lárétta má sjá ártölin. Eins og sjá má tók salan gífurlegan kipp árið 2007 en féll svo niður í nánast ekki neitt í kjölfarið. Hún fer nú stigvaxandi og er salan í ár nú þegar orðin betri en árið 2005 og fer langt í að verða jöfn fjölda nýskráðra bíla árið 2006.Svipað og í upphafi góðærisins Hér að ofan má sjá línurit yfir sölu Land Rover og Range Rover jeppa. Þeir eru flokkaðir saman í tölum Samgöngustofu. Jeppar af tegundinni Land Rover Discovery hafa selst gríðar vel að undanförnu, ekki síður en Range Rover jeppar, samkvæmt heimildum Vísis. Alls hafa 125 bílar bílar í þessum flokki selst í ár, en í fyrra seldust 67 eintök. Eins og sjá má var mesta salan á bílum í þessum flokki árið 2007, en þá voru 348 bílar nýskráðir. Sala á nýjum bílum er talsvert meiri nú en í fyrra. Nú þegar hafa selst 31,3 prósent meira af nýjum bílum miðað við allt árið í fyrra. Tæplega níu þúsund nýir bílar hafa selst í ár og hefur þeim fjölgað um tæplega 2100. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í sölu á lúxusbílum í ár, sé miðað við síðustu ár. Bílar sem eru að minnsta kosti tíu milljónir króna að virði hafa selst mjög vel það sem af er ári og hafa sumar tegundir nú þegar selst tvöfalt betur en í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Til dæmis hefur sala á bílum af tegundinni Porsche aukist um 150 prósent. Sala á Range Rover og Land Rover jeppum hefur aukist um 86,6 prósent. Mercedez Benz bifreiðar hafa einnig selst mun betur en í fyrra, en aukningin á sölu bíla af þeirri tegund er um 71 prósent.Margra ára endurnýjunarþörf Bílasalar telja að kaupendur fái nú útrás fyrir margra ára endurnýjunarþörf, en sala á nýjum bílum dróst saman eftir hrunið í október 2008. Í fyrra þótti salan á nýjum bifreiðum nokkuð góð, miðað við árin þar á undan. En í ár hefur salan aukist enn meira, eins og sjá má á sölutölum nokkurra vinsælustu tegundanna. Range Rover jeppar hafa selst vel, en auk þeirra hafa Mercedez Benz ML jeppar selst vel auk Porsche Cayenne þykja hafa rokið út. Sala á Volvo-bifreiðum hefur aukist um tæp 65 prósent og eru Volvo V60 gríðarlega vinsælir. Jepplingarnir frá BMW hafa einnig selst vel, bæði BMW x3 og BMW x5.Hér má sjá línurit yfir fjölda nýskráðra bíla af tegundinni Land Rover og Range Rover frá árinu 2001 til 2014. Á lóðrétta ásnum má sjá fjölda nýskráðra bíla og á þeim lárétta má sjá ártölin. Eins og sjá má tók salan gífurlegan kipp árið 2007 en féll svo niður í nánast ekki neitt í kjölfarið. Hún fer nú stigvaxandi og er salan í ár nú þegar orðin betri en árið 2005 og fer langt í að verða jöfn fjölda nýskráðra bíla árið 2006.Svipað og í upphafi góðærisins Hér að ofan má sjá línurit yfir sölu Land Rover og Range Rover jeppa. Þeir eru flokkaðir saman í tölum Samgöngustofu. Jeppar af tegundinni Land Rover Discovery hafa selst gríðar vel að undanförnu, ekki síður en Range Rover jeppar, samkvæmt heimildum Vísis. Alls hafa 125 bílar bílar í þessum flokki selst í ár, en í fyrra seldust 67 eintök. Eins og sjá má var mesta salan á bílum í þessum flokki árið 2007, en þá voru 348 bílar nýskráðir. Sala á nýjum bílum er talsvert meiri nú en í fyrra. Nú þegar hafa selst 31,3 prósent meira af nýjum bílum miðað við allt árið í fyrra. Tæplega níu þúsund nýir bílar hafa selst í ár og hefur þeim fjölgað um tæplega 2100.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira