Innlent

Mótmæli á Austurvelli í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælin á Austurvelli á mánudag.
Mótmælin á Austurvelli á mánudag.
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 17. Tæplega fjögur þúsund hafa boðað komu sína og um 39 þúsund hefur verið boðið á Facebook-síðu mótmælanna. Þar segir að ástandinu í samfélaginu verði mótmælt ásamt því að standa sérstaklega vörð um heilbrigðiskerfið, að sýna starfsfólki heilbrigðiskerfisins samstöðu og mótmæla auknum kostnaði almennings.  

„Almenningur greiðir nú um fimmtung allra heilbrigðisútgjalda úr eigin vasa og sem dæmi þá getur kostnaður krabbameinssjúklinga numið hundruðum þúsunda króna á ári hverju,“ segir á síðunni.

Þá er tekið fram að áhersla verði lögð á kærleik og samstöðu og samstöðu með lögreglu.

„Við hvetjum alla til að koma með fána, skilti, búsáhöld, hljóðfæri og vasa-, höfuð- eða tjaldljós til að vísa stjórnmálamönnum veginn. Auk þess hvetjum við alla til að taka með sér kústa til að sýna ræstingakonum ráðuneytanna sérstaka samstöðu, en þær voru reknar í vikunni.“

Kári Örn Hinriksson, krabbameinssjúklingur og blaðamaður og Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir flytja ávörp. Snorri Helgason tónlistarmaður stígur á stokk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×