Munu ekki geta tryggt sjóðfélögum áhyggjulaust ævikvöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2014 12:46 dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Útlit er fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir geti ekki tryggt framtíðarkynslóðum áhyggjulaust ævikvöld þar sem svo lítill hluti eigna þeirra er í erlendum gjaldeyri. Nauðsynlegt er að veita þeim undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fjárfesta erlendis að mati hagfræðings sem hefur rannsakað kerfið. Út er komið ritið Áhættudreifing eða einangrun - um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga eftir dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og dr. Hersi Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild sama skóla. Ritið er afrakstur rannsókna þeirra á stöðu lífeyrissjóðakerfisins og var unnið að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða. Aðeins 22,4 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna eru erlendar og er það ákveðið áhyggjuefni að mati höfundanna því neysla lífeyrisþega framtíðarinnar verður í gjaldeyri, þ.e. í innflutningi á vörum og þjónustu.Undanþága frá gjaldeyrishöftum nauðsynleg Þeir Ásgeir og Hersir kynntu ritið á fundi á Hilton í morgun. „Lífeyrissjóðirnir hafa alltof lítið af erlendum eignum og það mun skapa vandamál þegar stórir árgangur fara á eftirlaun og það verður að draga sparnaðinn til baka, þ.e. nýta þær lífeyriseignir sem er búið að safna upp. Þegar þjóðin eldist mun það hafa mjög neikvæð áhrif fyrir hagkerfið þegar við förum að setja niður þær lífeyriseignir,“ segir Ásgeir Jónsson. Ásgeir segir æskilegt að hlutfall erlendra eigna lífeyrisjsóðanna sé í kringum 50 prósent. Þá sé alvarlegt áhyggjuefni að hlutfall erlendra eigna sjóðanna lækkar ár frá ári vegna innflæðis nýrra lífeyrisgreiðslna og lífeyrissjóðunum er meinað að beina nýjum fjárfestingum í erlendar eignir vegna gjaldeyrishaftanna. Þetta þýðir á mannamáli að lífeyrissjóðirnir geta ekki tryggt sjóðfélögum sínum áhyggjulaust ævikvöld ef ekki tekst að snúa þessari þróun við. „Einaneyslan er 40-50 prósent innflutt með einum eða öðrum hætti. Það er mjög eðlilegt að við eigum erlendar eignir fyrir erlendum hluta einkaneyslunnar,“ segir Ásgeir. Í ritinu leggja þeir Hersir til að lífeyrissjóðunum verði heimilað að verja fjórðungi nýs innflæðis lífeyrisgreiðslna í erlendar fjárfestingar til að rétta hlutfallið af. Til þess að það gangi eftir þurfa lífeyrissjóðirnir sérstaka undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Innflæði nýrra lífeyrisgreiðslna nemur árlega 40 milljörðum króna. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa undanþágu fyrir erlendum fjárfestingum að að jafnvirði 10 milljarða króna á ári hverju. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst miklum áhyggjum af þessu. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ sagði Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR í viðtali við Stöð 2 í maí síðastliðnum. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Útlit er fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir geti ekki tryggt framtíðarkynslóðum áhyggjulaust ævikvöld þar sem svo lítill hluti eigna þeirra er í erlendum gjaldeyri. Nauðsynlegt er að veita þeim undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fjárfesta erlendis að mati hagfræðings sem hefur rannsakað kerfið. Út er komið ritið Áhættudreifing eða einangrun - um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga eftir dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og dr. Hersi Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild sama skóla. Ritið er afrakstur rannsókna þeirra á stöðu lífeyrissjóðakerfisins og var unnið að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða. Aðeins 22,4 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna eru erlendar og er það ákveðið áhyggjuefni að mati höfundanna því neysla lífeyrisþega framtíðarinnar verður í gjaldeyri, þ.e. í innflutningi á vörum og þjónustu.Undanþága frá gjaldeyrishöftum nauðsynleg Þeir Ásgeir og Hersir kynntu ritið á fundi á Hilton í morgun. „Lífeyrissjóðirnir hafa alltof lítið af erlendum eignum og það mun skapa vandamál þegar stórir árgangur fara á eftirlaun og það verður að draga sparnaðinn til baka, þ.e. nýta þær lífeyriseignir sem er búið að safna upp. Þegar þjóðin eldist mun það hafa mjög neikvæð áhrif fyrir hagkerfið þegar við förum að setja niður þær lífeyriseignir,“ segir Ásgeir Jónsson. Ásgeir segir æskilegt að hlutfall erlendra eigna lífeyrisjsóðanna sé í kringum 50 prósent. Þá sé alvarlegt áhyggjuefni að hlutfall erlendra eigna sjóðanna lækkar ár frá ári vegna innflæðis nýrra lífeyrisgreiðslna og lífeyrissjóðunum er meinað að beina nýjum fjárfestingum í erlendar eignir vegna gjaldeyrishaftanna. Þetta þýðir á mannamáli að lífeyrissjóðirnir geta ekki tryggt sjóðfélögum sínum áhyggjulaust ævikvöld ef ekki tekst að snúa þessari þróun við. „Einaneyslan er 40-50 prósent innflutt með einum eða öðrum hætti. Það er mjög eðlilegt að við eigum erlendar eignir fyrir erlendum hluta einkaneyslunnar,“ segir Ásgeir. Í ritinu leggja þeir Hersir til að lífeyrissjóðunum verði heimilað að verja fjórðungi nýs innflæðis lífeyrisgreiðslna í erlendar fjárfestingar til að rétta hlutfallið af. Til þess að það gangi eftir þurfa lífeyrissjóðirnir sérstaka undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Innflæði nýrra lífeyrisgreiðslna nemur árlega 40 milljörðum króna. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir þurfa undanþágu fyrir erlendum fjárfestingum að að jafnvirði 10 milljarða króna á ári hverju. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst miklum áhyggjum af þessu. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ sagði Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR í viðtali við Stöð 2 í maí síðastliðnum.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira