Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 12:15 Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson á landsliðsæfingu. Vísir/Andri Marinó Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit